Ath. HBO Símans er EKKI það sama og HBO Max þar sem ekkert Warner Bros efni er hjá Símanum. Nánar

Leiðbeiningar

Ertu nýr iTunes notandi?
Ef þú hefur aldrei sótt forrit fyrir iPhone/iPod/iPad eða ert að kaupa inneignarkort í fyrsta skipti, þarft þú að byrja á að búa til nýjan iTunes aðgang í bandarísku iTunes verslunina, en iTunes kortin frá Eplakort eru aðeins gjaldgeng þar.

Áttu aðgang að iTunes frá öðru landi en Bandaríkjunum?
iTunes kortin frá Eplakort virka aðeins í iTunes Store USA. Ef þú átt þegar aðgang að iTunes verslun í öðru landi er einfaldast að breyta um land (í Bandaríkin) á iTunes aðganginum þínum.

Svona á að innleysa iTunes inneignarkort

Á tölvunni þinni (Mac eða PC):
  1. Opnaðu iTunes á tölvunni þinni og smelltu á iTunes Store.
  2. Gakktu úr skugga um að iTunes aðangurinn þinn sé skráður inn, netfangið þitt ætti að birtast hægra megin ofarlega i iTunes glugganum. Ef ekki, smelltu á Sign in eða netfangið og skráðu inn réttan aðgang.
  3. Ef þú hefur aldrei keypt inneignarkort, skrunaðu að neðsta hluta síðunnar og passaðu að hér sé stillt á US og að bandaríski fáninn sjáist þar.
  4. Smelltu á Redeem
  5. Smelltu á iTunes Gift Cards
  6. Sláðu inn kóðann (eða notaðu Copy - Paste)
  7. Sláðu inn iTunes Store lykilorðið þitt, ef óskað er eftir því.
  8. Njóttu!
Á iPhone, iPad eða iPod Touch:
  1. Veldu inneignarkóðann í póstinum sem við sendum og haltu puttanum niðri þangað til stækkunarglerið birtist.
  2. Veldu Select og veldu kóðann. Ýttu svo á Copy.
  3. Ýttu á Home hnappinn og opnaðu iTunes eða AppStore forritið á tækinu þínu.
  4. Ef þú opnaðir AppStore, ýttu á hnappinn Featured neðst á skjánum (ef þú opnaðir iTunes, ýttu á Music hnappinn neðst á skjánum) og flettu neðst á síðuna sem birtist.
  5. Ýttu á Redeem.
  6. Þrýstu puttanum á textasvæðið og haltu inni þangað til stækkunarglerið kemur upp. Veldu Paste. Veldu svo Redeem.
  7. Sláðu nú inn leyniorðið þitt fyrir iTunes Store (og aðgangsorðið ef þarf) og ýttu á OK.
  8. Nú koma upp skilaboð um að kóðinn þinn hafi verið innleystur og upplýsingar um hversu mikla inneign þú átt.
  9. Njóttu!

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á support@eplakort.is og við munum aðstoða. Mundu að hafa inneignarkóðann þinn innifalinn í tölvupóstinum.

Við mælum með góðum leiðbeiningum fyrir iTunes á Einstein:
Stofnaðu App Store reikning án kreditkorts - 



Skilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.

Athugið að við berum ekki ábyrgð á kóðum sem hafa verið áframseldir af kaupanda.