Leiðbeiningar
Ertu nýr iTunes notandi?
Ef þú hefur aldrei sótt forrit fyrir iPhone/iPod/iPad eða ert að kaupa inneignarkort í fyrsta skipti, þarft þú að byrja á að búa til nýjan iTunes aðgang í bandarísku iTunes verslunina, en iTunes kortin frá Eplakort eru aðeins gjaldgeng þar.
Áttu aðgang að iTunes frá öðru landi en Bandaríkjunum?
iTunes kortin frá Eplakort virka aðeins í iTunes Store USA. Ef þú átt þegar aðgang að iTunes verslun í öðru landi er einfaldast að breyta um land (í Bandaríkin) á iTunes aðganginum þínum.
Svona á að innleysa iTunes inneignarkort
Á tölvunni þinni (Mac eða PC):- Opnaðu iTunes á tölvunni þinni og smelltu á iTunes Store.
- Gakktu úr skugga um að iTunes aðangurinn þinn sé skráður inn, netfangið þitt ætti að birtast hægra megin ofarlega i iTunes glugganum. Ef ekki, smelltu á Sign in eða netfangið og skráðu inn réttan aðgang.
- Ef þú hefur aldrei keypt inneignarkort, skrunaðu að neðsta hluta síðunnar og passaðu að hér sé stillt á US og að bandaríski fáninn sjáist þar.
- Smelltu á Redeem
- Smelltu á iTunes Gift Cards
- Sláðu inn kóðann (eða notaðu Copy - Paste)
- Sláðu inn iTunes Store lykilorðið þitt, ef óskað er eftir því.
- Njóttu!
- Smelltu á kóða hlekkinn í tölvupóstinum sem þú fékkst frá okkur. Að því loknu er kóðinn innleystur og innistæðan hjá þér uppfærst. Ef sú leið gengur ekki að þá skaltu halda áfram í lið 2. hér að neðan.
- Ljómaðu kóðann með puttanum og smelltu á Copy. (Ef það virkar ekki að þá engar áhyggjur, þú slærð hann þá bara handvirkt. Haltu áfram í lið 3.)
- Finndu iTunes Store appið á iPhone/iPad.
- Skrunaðu neðst niður þar til þú sérð Apple ID: og svo netfangið þitt.
- Smelltu á Redeem hlekkinn fyrir ofan.
- Smelltu á "Enter Code Manually". Þrýstu puttanum á textasvæðið og haltu inni þangað til listi kemur upp. Veldu Paste. (Ef þér tókst ekki að afrita kóðann hér fyrir ofan að þá skaltu slá hann inn handvirkt hér). Smelltu á Redeem.
- Sláðu nú inn leyniorðið þitt fyrir iTunes Store (og aðgangsorðið ef þarf) og ýttu á OK.
- Nú koma upp skilaboð um að kóðinn þinn hafi verið innleystur og upplýsingar um hversu mikla inneign þú átt.
- Njóttu!
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á support@eplakort.is og við munum aðstoða. Mundu að hafa inneignarkóðann þinn innifalinn í tölvupóstinum.
Stofnaðu App Store reikning án kreditkorts -